Langholtskirkja: Listaverk/Styttur
Í Skaftáreldum sumarið 1783, eyddust öll hús og kirkja í Hólmaseli er hraun rann yfir þau.
Í Meðallandi var því engin kirkja.
Var þá valið kirkjustæði handa Meðallendingum í Langholti af þeim séra Jóni Steingrímssyni eldpresti og Magnúsi Andréssyni í Þykkavbæ ásamt "skynsamari" bændum í sókninni.
Árið 1786 var sóknarkirkja byggð í Langholti, það var torfkirkja og þakin með mel. Árið 1793 var Sveinn Pálsson hér á ferð og skrifar í ferðabók sína "Á Langholti er snotur lítil kirkja nýlega byggð með rimlagirðingu í kring og sækir allt Meðallandið þangað".
Kirkjan var endurbyggð 1831. Núverandi kirkja var reist 1862-63 og var afhent 14 des 1863, og þá hæst og tígulegust allra húsa í sókninni sem þá taldi 401 sóknarbarn á 66 býlum.
Þjónustuhús var reist við kirkjuna 1995.

Ár: 2010
Flokkur: Listaverk/Styttur
Flettingar: 1527