Akureyjarkirkja (1912)

Akureyjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Akureyjarkirkja er í Holtsprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi.

Akureyjarsókn varð til 1912, þegar Voðmúlastaða- og Sigluvíkursóknir voru sameinaðar með kirkju í Akurey. Henni er þjónað frá Bergþórshvoli. Kirkjan var byggð úr timbri og vígð 1912.  Eftirmynd af Kristi og barninu eftir Carl Blochs, sem var máluð í kringum 1880, er altaristafla kirkjunnar. Þarna er líka félagsheimilið Njálsbúð frá 1954, sem einnig er barnaskóli sveitarinna.

Akureyjarkirkja er smíðuð eftir sömu teikningu og Grindavíkurkirkja frá 1909.

Þil var gert milli skrúðhúss og altaris á fimmta áratugnum en áður voru tjöld fyrir skrúðhúsinu. Árið 1962 var kirkjan klædd innan með texplötum, smíðaðir í hana lausir bekkir og litað gler sett í glugga.

Sjá um Akureyjarkirkju á vef Húsafriðunarnefndar.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Akureyjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Akureyjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd