Álftaneskirkja (1904)

Álftaneskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Álftaneskirkja er í Borgarprestakalli í  Borgarfjarðarprófastsdæmi.  Kirkjustaðurinn Álftanes er á samnefndu nesi, sem skagar lengst út með Borgarfirði að norðan.  Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1904.  Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður.  Altaristaflan er eftir Sigurð Guðmundsson, máluð eftir upprisumynd danska málarans Wegener.  Gert var við kirkjuna skömmu fyrir 1990.

Álftaness á Mýrum er m.a. getið í Egilssögu og fræg er sagan af ferð Egils þangað þegar hann var þriggja vetra.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Álftaneskirkja - Staðsetning á korti.

 


Álftaneskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd