Árbæjarkirkja í Holtum (1887)

Árbæjarkirkja í Holtum

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Bær og kirkjustaður í Holtum. Árbær stendur á bakka Ytri-Rangár og er Árbæjarfoss þar nálægt í ánni. Þar var fyrrum rafstöð fyrir nálæga bæi. Manngerður hellir, friðlýstur, er nokkru fyrir vestan bæinn og eru fleiri slíkir þar í grenndinni.

Núverandi kirkja var reist 1887. Þar er margt góðra muna s.s. kaleikur og patína úr silfri. Altaristaflan er talin vera eftir Þorstein Guðmundsson frá Hlíð (1817-1864), máluð 1852, og sýnir Jesúm á krossinum. Tvær góðar klukkur eru í turni, báðar með áletrun, önnur frá 1600 en hin frá 1741.

Árbæjarkirkja var helguð Maríu guðsmóður og Jóhannesi skírara í kaþólskum sið.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Árbæjarkirkja í Holtum - Staðsetning á korti.

 


Árbæjarkirkja í Holtum - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd