Árbæjarkirkja (1987)

Árbæjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Árbæjarkirkja við Rofabæ er í Árbæjarprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Árbæjarsöfnuður var stofnaður 1968 og Árbæjarsókn var síðan gerð að sérstöku prestakalli í Reykjavíkurprófsastdæmi 1. janúar 1971. Fyrsti sóknarprestur prestakallsins var sr. Guðmundur Þorsteinsson. Fljótlega eftir að prestakallið var stofnað var farið huga að því að koma upp aðstöðu. Einsýnt þótti að forgangsverkefni var að koma upp safnaðarheimili og kirkju. Fyrsta skóflustungan var tekin 26. ágúst 1973 og 19. mars 1978 var safnaðarheimilið vígt, sem nú er jarðhæð kirkjunnar. Lokaáfangi byggingarinnar hófst haustið 1982 og var kirkjuskipið fokhelt síðla árs 1984. Klukkuturn og kirkjuklukkur voru vígðar við jólamessu 1980. Kirkjan var loks vígð 29. mars 1987.

Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel.


 

Árbæjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Árbæjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd