Árneskirkja - gamla (1850)

Árneskirkja - gamla

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Gamla kirkjan, sem enn stendur uppgerð 1990-92, var vígð1850.  Hún er elsta húsið á Ströndum.  Altaristaflan er efir Carl Fries (1859).  Ljóshjálmur og skírnarskál eru forn og kaleikurinn frá 1786.

Árneskirkja er timburhús, 9,20 m að lengd og 4,98 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með píramítaþaki. Kirkjan er klædd listaþili en þök bárujárni. Hún stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hornum og miðri suðurhlið. Á hvorri hlið kirkju eru þrír bogadregnir smárúðóttir gluggar, einn minni ofarlega á kórbaki en fjögurra rúðu krosspóstagluggi á framstafni. Bogadregið hljómop með hlera fyrir er á framhlið turns. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og um þær skoraðar flatsúlur og bjór yfir.

Inn af kirkjudyrum er gangur og þverbekkir hvorum megin hans en veggbekkir umhverfis í kór. Setuloft á bitum og sex stoðum er yfir framkirkju og sveigður stigi í suðvesturhorni. Veggir eru klæddir spjaldaþili og efst á veggjum í kór er strikasylla sem leidd er inn á kórgafl og frambrún setulofts. Í fremsta stafgólfi á kirkjulofti er opið upp í turninn. Veggir á setulofti eru klæddir strikuðum panelborðum. Yfir því er panelklætt risloft en bogadregið efst undir mæni. Yfir kór er reitaskipt risloft og lágboga hvelfing efst undir mæni.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Árneskirkja - gamla - Staðsetning á korti.

 


Árneskirkja - gamla - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd