Áskirkja (1898)

Áskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Áskirkja var helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið.   Talið er líklegt, að þarna hafi verið kirkja frá upphafi kristni.  Páll biskup Jónsson getur kirkju í Ási í kirknatali sínu frá því um 1200.  Ás hélst í bændaeign til 1662.  Þá keypti Brynjólfur biskup Sveinsson jörðina og ánafnaði hana kirkjunni.  Prestar sátu jörðina eftir það í rúmlega tvær aldir (1669-1884).  Ásprestakall var lagt niður 1883 og sóknin lögð til  Valþjófsstaðar.  Núverandi kirkja, sem er timburkirkja, var reist 1898.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Áskirkja - Staðsetning á korti.

 


Áskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd