Bægisárkirkja (1858)

Bægisárkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Bægisárkirkja er í Möðruvallaprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi.  Kirkjan er úr timbri og reist 1858.  Höfundur hennar er Sigurður Pétursson timburmaður á Akureyri. 

Kirkja helguð Jóhannesi skírara allt frá upphafi kristni og prestssetur allt til ársins 1941.  Kirkjan sem var á undan þeirri sem nú stendur var torfkirkja byggð 1763.

Predikunarstóllinn er úr eldri kirkju á staðnum.  Er hann með marmaramálningu og guðspjallamannamyndum á hliðunum.  Stóllinn var lagfærður  og gerður upp af Hannesi og Kristjáni Vigfússonum frá Litla-Árskógi um leið og kirkjan var öll rækilega tekin í gegn um 1970.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989

Nánar má lesa um sögu kirkjunnar á heimasíðu Hörgárbyggðar.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Bægisárkirkja - Staðsetning á korti.

 


Bægisárkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd