Bakkakirkja (1842)

Bakkakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Bakkakirkja er í Möðruvallaprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Bakki er bær og kirkjustaður í Öxnadal neðanverðum. Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar Jóhannesi postula.

Bakkakirkja er elsta kirkjan í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Forkjarkirkju var bætt við hana 1910.  Hún á marga góða gripi, m.a.altaristöflu og prédikunarstól frá 1703 og margar góðar bækur. Kirkjan var byggð 1842.

Bakkakirkja er timburhús, 10,46 m að lengd og 4,92 m á breidd, með forkirkju í stöpli við vesturstafn, 2,66 m að lengd og 2,65 á breidd. Þök eru krossreist og klædd bárujárni. Kirkjan er klædd slagþili en stöpull láréttri vatnsklæðningu og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar með miðpósti og tveimur þriggja rúðu römmum, aðrir tveir eru á kórbaki og einn á hvorri hlið stöpuls. Níu rúðu gluggi er efst á kórstafni og sex rúðu gluggi á vesturstafni stöðuls uppi yfir dyrum. Fyrir dyrum er spjaldahurð.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Bakkakirkja - Staðsetning á korti.

 


Bakkakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd