Bessastaðakirkja (1796)

Bessastaðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Talið er að kirkjur hafi staðið á Bessastöðum frá því um árið 1000 en elstu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200.

Fyrsta kirkjan var helguð heilagri Maríu guðsmóður og heilögum Nikulási. Bygging núverandi steinkirkju á Bessastöðum hófst 1773 og var hún vígð 1796 og er hún meðal elstu steinbygginga landsins. Kirkjan er byggð að tilhlutan Kristjáns 7. Danakonungs. Smíði turnsins lauk þó ekki fyrr en 1823 og hafði kirkjan þá verið hálfa öld í byggingu. Eru veggir hennar ríflega metri að þykkt, hlaðnir úr grjóti úr Gálgahrauni. Kirkjan var byggð utan um eldri timburkirkju sem síðan var rifin.

Verulegar breytingar voru gerðar á innviðum Bessastaðakirkju á árunum 1945-47, m.a. lagt trégólf í stað flísa og predikunarstóllinn frá því um 1700 vék fyrir nýjum. Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956. Gluggarnir eru átta talsins eftir listamennina Finn Jónsson og Guðmund Einarsson frá Miðdal og þeir sýna atburði úr Biblíunni og úr kristnisögu Íslands. Gagnger viðgerð fór fram á kirkjunni árið 1998.

Bessastaðakirkja er í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi.

Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956 í tilefni sextugsafmælis Ásgeirs Ásgeirssonar, annars forseta lýðveldisins, sem átti reyndar þetta merkisafmæli tveim árum áður. Gluggarnir eru 8 talsins og listamennirnir voru Finnur Jónsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal.

Fyrsti glugginn til vinstri sýnir komu papa (Finnur)
Fyrsti glugginn til hægri sýnir kristintökuna árið 1000 (Finnur).
Annar glugginn til vinstri sýnir Guðbrand Þorláksson biskup (Guðm.).
Annar glugginn til hægri sýnir Jón Arason biskup (Guðm.).
Þriðji glugginn til vinstri sýnir séra Hallgrím Pétursson sálmaskáld (Guðm.).
Þriðji glugginn til hægri sýnir Jón Vídalín biskup (Finnur).
Fjórði glugginn til vinstri sýnir fjallræðuna (Guðm.).
Fjórði glugginn til hægri sýnir heilaga guðsmóður (Finnur).

Gagnger viðgerð á kirkjunni fór fram árið 1998.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Bessastaðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Bessastaðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd