Bíldudalskirkja (1906)

Bíldudalskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Bíldudalskirkja var byggð 1905-1906 og vígð 2. desember 1906 af þáverandi prófasti sr. Bjarna Símonarsyni á Brjámslæk ásamt sr. Böðvari Bjarnasyni á Hrafnseyri og sóknarpresti sr. Jóni Árnasyni en sr. Jón Árnason hafði verið vígður til Otradals árið 1891. Kirkjan er í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Í Bíldudalskirkju eru ýmsir merkir gripir. Þar á meðal er skírnarsár, kaleikur og patína úr silfri. Enn má telja þar tvær altaristöflur. Sú yngri er frá 1916 máluð af Þórarni B. Þorlákssyni listmálara og sýnir Maríu við gröfina er Kristur sagði: „Kona, hví grætur þú?" Hin eldri er frá 1737 úr Otradalskirkju og sýnir heilaga kvöldmáltíð. Í kirkjunni er predikunarstóll úr Otradalskirkju frá 1699 með myndum af Kristi og postulunum.

Höfundur Bíldudalskirkju er Vestfirðingurinn Rögnvaldur Á. Ólafsson sem oft hefur verið nefndur fyrsti íslenski arkitektinn. Kirkjan er steinsteypuhús og er fyrsta steinsteypubyggingin sem Rögnvaldur teiknaði. Hún er meðal annars sérstök fyrir það að í yfirborð útveggja hennar eru grópaðar fúgur í líki steinhleðslu. Upphaflega var kirkjan með skorstein á vestari enda gengt turni. Um langt árabil var einnig ljósakross á turninum en í dag skartar kirkjan sínum upphaflega krossi.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Bíldudalskirkja - Staðsetning á korti.

 


Bíldudalskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd