Bjarnaneskirkja (1976)

Bjarnaneskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Í Bjarnanesi var kirkja helguð Maríu guðsmóður i kaþólskum sið.  Þar var kirkja til 1911 en þá var ný kirkja vígð við Laxá í Nesjum.  Var hún við lýði fram um 1965.  Síðan var kirkjan flutt að nýju að Barnanesi og núvernadi kirkja var vígð 1976, mjög sérstætt guðshús.  Arkitekt kirkjunnar var Hannes Kr. Davíðsson. 

Einn mestur höfðingi, sem búið hefur í Bjarnanesi, var Teitu Gunnlaugsson, kallaður ríki, fyrir og eftir aldamótin 1400.  Jón Gerreksson Skálholtsbiskum lét handtaka Teit of fór með hann bæði svíviðrilega og háðulega.  En eitt sinn, er verðirnir sem gættu hans urðu ofurölvi og sofnuðu, tókst honum að flýja.  Hann hafði samband við Þorvarð Loftsson á Möðruvöllum sem einnig hafði átt í útistöðum við Jón biskup.  Söfnuðu þeir liði, fóru að biskupi, stungu honum í poka og drekktu í Brúará.  Nálægt Bjarnanesi er Virkishóll.  Þar er sagt að Teitur hafi gert sér virki og búist um.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Bjarnaneskirkja - Staðsetning á korti.

 


Bjarnaneskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd