Blönduóskirkja - yngri (1993)

Blönduóskirkja - yngri

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Nýja kirkjan var vígð 1. maí 1993.  Dr. Maggi Jónsson teiknaði og hannaði hana og sótti hugmyndir að útlitinu í fjöllin og landslagið í umhverfinu.  Kirkjan tekur 250 manns í sæti.  Byggingarframkvæmdir hófust 1982.  Í kjallaranum er aðstaða fyrir safnaðarstarf.  Munir gömlu kirkjunnar prýða hina nýju, s.s. altaristaflan (Emmausgangan eftir Jóhannes Kjarval) og skírnarfonturinn (Ríkharður Jónsson skar út; gjöf frá Guðbrandi Ísberg, fyrrum sýslum. til minningar um konu hans).  Orgelið var vígt um leið og kirkjan (4 radda; Marcusen og søn D.)

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Blönduóskirkja - yngri - Staðsetning á korti.

 


Blönduóskirkja - yngri - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd