Bólstaðarhlíðarkirkja (1889)

Bólstaðarhlíðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Kirkjan er í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Bólstaðarhlíð er gamalt höfuðból og kirkjustaður í Avarsskarði, ysta hluta Svartárdals. Þar var fyrrum útkirkja frá Bergsstöðum.

Kaþólskar kirkjur voru helgaðar Mikael erkiengli. Prestakallið var stofnað 1970 og undir það heyra kirkjur í Bólstaðahlíð, á Bergsstöðum, í Auðkúlu, á Svínavatni og Holtastöðum.

Bólstaðarhlíðarkirkja er timburhús, 7,62 m að lengd og 6,37 m á breidd, með kór, 3,09 m að lengd og 3,31 m á breidd, og tvískiptan turn við vesturstafn, 2,22 m að lengd og 2,30 m á breidd. Þök eru krossreist og klædd bárujárni. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar, einn á hvorri kórhlið og einn heldur minni á framhlið stöpuls. Í þeim er krosspóstur og fjórar rúður. Stöpull nær upp yfir mæni kirkju og á honum er áttstrent þak og á því áttstrendur turn með lágt áttstrent þak. Hljómop með hlera fyrir er á fjórum turnhliðum. Turnþök eru klædd sléttu járni Efst á þremur hliðum stöpuls er lítill gluggi. Fyrir forkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og þvergluggi yfir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Bólstaðarhlíðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Bólstaðarhlíðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd