Borgarkirkja (1880)

Borgarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Borgarkirkja í Borgarprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Hún var byggð 1880. Í kaþólskum sið voru kirkjurnar helgaðar Mikael erkiengli.  Líklega hefur verið kirkja að Borg frá árinu 1003, þannig að þar er vafalítið elsti kirkjustaður á Vesturlandi.  Forkirkjan er frá 1891 og söngloft smíðað síðar.  Kirkjan var flutt til á hlaðinu árið 1951.  Bogadregnir gluggar settir í síðar og veggir múrhúðarir og enn síðar álklæddir.

Borgarkirkja er timburhús, 9,80 m að lengd og 6,45 m á breidd, með forkirkju undir minna formi, 2,56 m að lengd og 2,78 m á breidd. Þakið er krossreist, klætt bárujárni, og upp af framstafni er ferstrendur turn með risþaki. Hann stendur á lágum stalli. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkjunnar eru fjórir póstagluggar með þriggja rúðu römmum og einn heldur minni á framstafni. Fyrir kirkjudyrum er spjaldahurð og þvergluggi og brík yfir.

Að framkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og gangur inn af þeim og bekkir hvorum megin hans. Tvær innstu bekkjaraðirnar eru styttri en aðrir kirkjubekkir. Söngloft er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi við framgafl norðan megin. Veggir eru klæddir spjaldaþili og borðaklædd hvelfing er yfir kirkjunni stafna á milli.

Kirkjan var friðuð  1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Borgarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Borgarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd