Bræðratungukirkja (1911)

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() |
Saga kirkjunnar
Bræðratungukirkja er í Skálholtsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Þar var kirkja, sem var helguð Andrési postula á kaþólskum tíma og útkirkja frá Torfastöðum til 1952, er sóknin var lögð undir Skálholt.
Magnús Sigurðsson (1651-1707) bjó í Bræðratungu á síðari hluta 17. aldar. Hann var mikill drykkjumaður, auðugur og á margan hátt vel gefinn. Hann varð óður við drykkju og kona hans, Þórdís Jónsdóttir, flúði frá honum til systur sinnar, biskupsfrúarinnar í Skálholti. Þá var Árni Magnússon, prófessor, í heimsókn í Skálholti, sem varð til þess, að hneykslanleg málaferli urðu milli hans og Magnúsar í Bræðratungu. Magnús hélt því fram, að Árni hefði fíflað konu sína.
Þarna var kominn efniviðurinn í skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness „Hið ljósa man". Magnús Gíslason (1704-1766), amtmaður, bjó um tíma í Bræðratungu. Hann stuðlaði mjög að ýmsum framförum, mikill ættjarðarvinur og skörungur.
Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Lesa má nánar um útlit kirkjunnar á heimasíðu húsafriðunarnefndar.
http://www.hfrn.is/husaskra/husaskrafridud-hus/sudurland/nr/557
Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.
Bræðratungukirkja - Staðsetning á korti.
Bræðratungukirkja - Beinn hlekkur
Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.
Hlekkur
Hlekkur með mynd