Breiðholtskirkja (1988)

Breiðholtskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Þann 14. janúar 1972 var Breiðholtssöfnuður stofnaður. Kjörinn var 5 manna stjórn og 3 til vara. Skipaður var starfshópur “Breiðholtshópur”, sem skipulagði sunnudagaskóla fyrir börnin. Þá var og undirbúin prestskosning. 28. maí 1972 var Sr. Lárus Halldórsson síðan kosinn prestur Breiðholtssafnaðar. Í fyrstu var messað í Bústaðakirkju. Þann 17. september 1972 hefjast messugjörðir í austuranddyri Breiðholtsskóla. Organisti og kórstjóri við fyrstu messugjörð var Guðmundur Gilsson en frá 1. október sama ár var Daníel Jónasson ráðinn organisti safnaðarins.

7. janúar 1973 var fyrsta guðsþjónustan í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Þá var og keypt rafmagnsorgel frá Hollandi. 14. apríl 1974 var safnaðarstjórn sent bréf frá borgarstjóra um úthlutun lóðar fyrir kirkjubyggingu í Mjóddinni. Kosin var byggingarnefnd og formaður kosinn Sigurður E. Guðmundsson. Í framhaldi af því var efnt til samkeppni um hönnun kirkju. Í júní 1977 lýkur samkeppninni og bárust 19 tillögur. Valin var teikning Guðmundar Kr. Kristinssonar og Ferdinands Alfreðssonar arkitekta og Harðar Björnssonar byggingaverkfræðings. 5. nóvember 1978 á allra heilagra messu, var fyrsta skóflustungan tekin af sr. Lárusi Halldórssyni. Byggingameistari við kirkjubygginguna var ráðinn Kristinn Sveinsson.

1980 lýkur steypuvinnu við neðri hæð kirkjunnar sem mun í framtíðinni verða safnaðarheimili kirkjunnar. 1983 eru burðarstoðir kirkjunnar reistar. Árið 1986 lætur sr. Lárus Halldórsson af störfum og sr. Gísli Jónasson kosinn sóknarprestur í hans stað. Þann 13. mars 1988 er kirkjan vígð af herra Pétri Sigurgeirssyni biskupi. Safnaðarheimilið var tekið í notkun 12. janúar 1992.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Breiðholtskirkja - Staðsetning á korti.

 


Breiðholtskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd