Brjánslækjarkirkja (1908)

Brjánslækjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Brjánslækjarkirkja er í Tálknafjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.  Brjánslækur er fornt höfuðból, kirkjustaður og lengi prestssetur við mynni Vatnsfjarðar á Barðaströnd.  Katólskar kirkjur þar voru helgaðar heilögum Gregoríusi.

Núverandi kirkja var vígð 1908.  Hún var byggð eftir teikningum Rögnvalds Ólafssonar.  Þórarinn B. Þorláksson, listmálari, málaði altaristöfluna 1912.  Hún sýnir Krist með lamb í fanginu.

Brjánslækjarkirkja er timburhús, 6,97 m að lengd og 5,07 m á breidd, með turn við vesturstafn, 1,86 m að lengd og 1,96 m á breidd. Þak kirkju er krossreist. Á turni er tvískipt þak; lágreistur píramíti með háa ferstrenda spíru upp af. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar með sex rúðum og yfir þeim burstsett vatnsbretti og faldar. Efst á turnhliðum eru þrjú burstsett hljómop með rúðum fyrir. Fyrir kirkjudyrum er spjaldahurð með þremur rúðum og yfir þeim háreist burst.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Brjánslækjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Brjánslækjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd