Búðakirkja (1848)

Búðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Búðakirkja er í Ingjaldshólsprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi.

Bent Lauritzson, sænskættaður maður sem bjó á Búðum í lok 17. aldar fékk því til vegar komið að hin fornfálega hálfkirkja í Hraunhöfn var flutt þaðan og endurbyggð á Búðum rétt um 1700.  Talið er að hann hafi byggt kirkjuna að mestu leyti á sinn kostnað með tilstyrk kaupmanna og skipherra til útvegunar á messuklæðum, silfurkaleik og öðru því sem til þurfti.  Hann fékk því framgengt við biskup Jón Vídalín að kirkjan á Búðum var gerð að annexíu frá Staðastað og jafnframt legstaðarkirkja.  Búðasókn náði yfir svæðið milli vesturmarka Staðarsveitar og Kálfár og hafa um 120 manns verið í sókninni árið 1703.

Talið er að hinn farlama skáldspekingur Guðmundur Bergþórsson, sem lést árið 1705, hafi verið meðal allra fystu – ef ekki fyrstur – þeirra er fengu legstað að Búðakirkju.  Árið 1816 var Búðakirkja lögð niður. Steinunn Lárusdóttir barðist fyrir eindurreisn Búðakirkju og fékk konungsleyfi til þess 1847 og árið eftir reis ný kirkja á gamla grunninum. Hún var endurreist 1987 í upprunalegri mynd og vígð 6. sept. 1987.

Í Búðakirkju er klukka frá 1672, önnur án ártals, altaristafla frá 1750, gamall silfurkaleikur, tveir altarisstjakar úr messing frá 1767 og hurðarhringur frá 1703. Krossinn á altarinu gaf og smíðaði Jens Guðjónsson gullsmiður.

Sjá um Búðakirkju á vef Húsafriðunarnefndar.

Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel.


 

Búðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Búðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd