Búrfellskirkja (1845)

Búrfellskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Á Búrfelli var kirkja helguð Maríu guðsmóður, Blasíusi biskupi og Þorláki helga. Máldagi Búrfellskirkju er frá 1269 í Fornbréfasafninu og var sú kirkja prestsskyld um skeið á öldum áður. Búrfell var áður eign Skálholtsstóls en varð svo bændaeign (kringum 1700). Þar var fyrrum útkirkja frá Klausturhólum en 1887 var sóknin flutt til Mosfells. Núverandi kirkja var reist 1845 og er elsta timburkirkja í Skálholtsumdæmi. Hún var lengi bændakirkja en á aldarafmæli núverandi kirkju var hún afhent söfnuðinum. Hafði þá farið fram allmikil viðgerð á henni.

Hönnuður kirkjunnar var Bjarni Jónsson forsmiður.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Búrfellskirkja - Staðsetning á korti.

 


Búrfellskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd