Digraneskirkja (1994)

Digraneskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Digranessöfnuður var stofnaður í ágúst 1971.

Fyrsta skóflustungan að Digraneskirkju var tekin þann 27. mars 1993 af dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi, og sr. Þorbergur Kristjánsson flutti ritningarorð og bæn. Arkitekt var Benjamín Magnússon.

Orgel kirkjunnar er 19 radda pípuorgel með 1128 pípum, sem Björgvini Tómasson smíðaði.

Hökla kirkjunnar gerði Guðrún Vigfúsdóttir veflistakona. Elín Þorgilsdóttir saumaði og gaf altarisdúk sem er á altarinu.

Skírnarskálina gerði Jónína Guðnadóttir myndlistamaður úr Hafnarfirði. Leó Guðlaugsson, Víghólastíg 20, gaf moldunarreku sem hann smíðaði úr rekaviði af Hornströndum. Guðrún Vigfúsdóttir gaf handofið efni í hvítan hátíðarhökul og tilheyrandi stólu.

Fyrsti sóknarprestur við Digraneskirkju var sr. Þorbergur Kristjánsson, kveðjuguðsþjónusta sr. Þorbergs var 30. júli 1995. Sr. Gunnar Sigurjónsson hefur verið sóknarprestur Digraneskirkju frá 1. ágúst 1995.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Digraneskirkja - Staðsetning á korti.

 


Digraneskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd