Eskifjarðarkirkja (1900)

Eskifjarðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Frá kristnitöku hefur verið kirkjustaður á Hólmum við Reyðarfjörð, eða allt fram á byrjun síðustu aldar. Hólmar var mikil kostajörð. Gott jarðnæði, hlunnindi og lá vel við góðum fiskimiðum. Þótti hún á öldum áður vera á meðal fjögurra bestu brauða á landinu.

Einn af frumkvöðlum í hópi þjóðkirkjufólks til þess að fylgja eftir byggingu þjóðkirkju á Eskifirði var Guðrún Túlinius.

Þann 26. júní árið 1898 var samþykkt á safnaðarfundi að byggja kirkjuhús á Eskifirði er skildi verða 22 álnir á lengd og 14 álnir á breidd. Það sama ár, var verkið hafið og tilhöggvinn viður fluttur inn frá Noregi og byggt eftir teikningu dansks verkfræðings, Brincks, að nafni.

Yfirsmiðir voru þeir Guðni Jónsson á Grund og Björn Eiríksson snikkari.

Eskifjarðarkirkja var aflögð sem sóknarkirkja og afhelguð og árið 2006 samþykkti Húsafriðunarnefnd að leyft yrði að breyta kirkjuhúsinu í íbúðarhús.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Eskifjarðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Eskifjarðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd