Fellskirkja (1882)

Fellskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Fellskirkja er í Hofsósprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi.  Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula. Útkirkjur voru á Höfða og í Málmey. Kirkjan, sem stendur þar nú, var byggð 1881-82 og var forsmiður hennar Árni Jónsson.

Meðal annálaðra galdrapresta á staðnum var Hálfdán Narfason (15.-16. öld).

Fellskirkja er timburhús, 7,68 m að lengd og 5,74 m á breidd, með forkirkju, 1,90 m að lengd og 2,00 m á breidd. Risþak er á kirkju en krossreist á forkirkju. Upp af framstafni er kross. Undir honum er lágur ferstrendur stallur með íbjúgt píramítaþak, klæddur sléttu járni. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum og steinsteyptum sökklum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar og einn á suðurhlið forkirkju. Í þeim er krosspóstur og fjórar rúður. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir og bjór yfir.

Loft yfir forkirkju er opið upp í rjáfur og þar hanga tvær klukkur í ramböldum. Spjaldsett hurð er að framkirkju. Gangur er inn af henni og þverbekkir hvorum megin hans en veggbekkir og langbekkir í kór. Söngpallur er fremst í framkirkju norðan megin og veggbekkur við vesturgafl. Veggir forkirkju eru klæddir strikuðum panelborðum en kirkjan spjaldaþili. Yfir kirkju er reitaklætt súðarloft skreytt stjörnum.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Fellskirkja - Staðsetning á korti.

 


Fellskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd