Fitjakirkja (1897)

Fitjakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Fitjakirkja var helguð heilögum Nikulási. Er hennar getið í kirkjnaskrá Páls biskups Jónssonar frá 1200.

Fitjar eru við austurenda Skorradalsvatns. Kirkjan, sem þar stendur, var byggð 1896-97 sem útkirkja frá Lundi og tíu árum síðar var sóknin lögð til Hestþinga og síðan til Hvanneyrar. Í katólskum sið voru kirkjurnar helgaðar heilögum Nikulási. Bændurnir Júlíus og Stefán Guömundssynir byggðu kirkjuna. Hún er meðal síðustu kirkna, sem voru byggðar í hinum gamla, turnlausa og fábreytta stíl. Í henni voru langbekkir og hún mun hafa verið síðasta íslenska kirkjan með því lagi. Bekkjaskipan var breytt í hefðbundið form árið 1950.

Fitjakirkja er úr timbri, járnklædd á hlöðnum grunni, turnlaus en krossmark á vesturgafli, 5 x 3,5 m að grunnfleti.

Lagfæring fór fram á árunum 1889-94. Hún var klædd með upprunalegri klæðningu að innan og prédikunarstóll og altari úr enn eldri kirkju prýðir hana. Stóllinn var hreinsaður og nú sést á honum upprunalega málningin frá 1790. Í tilefni af 100 ára vígsluafmælis kirkjunnar árið 1998 var listakonan Þórey Magnúsdóttir (Æja) fengin til að gera altaristöflu í kirkjuna og var hún vígð við hátðiðarmessu þann 21. júní 1998. Skorradalshreppur styrkti verkið, ásamt bekkjarsystkinum K. Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum úr Kleppjárnsreykjaskóla, til minningar um Sverri S. Einarsson eiginmann Huldu, sem lést í apríl 1998. Hinn 21. júní 1998 var hátíðarmessa í tilefni vígsluafmælisins.

Fitjar hafa löngum verið eitt mesta stórbýli sveitarinnar, enda engjajörð mikil. Hafa stundum setið þar menn sem komið hafa að einhverju leyti við sögu þjóðarinnar eða menningu hennar. Oddur Eiríksson (1640-1719), stúdent og bóndi á Fitjum, skráði Fitjaannál, um árin 1400 -1712. Oddur samdi einnig Íslandslýsingu en hún glataðist ásamt fleiri handritum í Árnasafni í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728.

Fitjakirkja var og er enn bændakirkja, ein örfárra á landinu.

Mannauðn er nú í sókninni og er því aðeins messað í kirkjunni á sumrin, 2-3 sinnum hvert sumar, einkum fyrir velunnara kirkjunnar og ferðamenn í Skorradal.

Kirkjan á tvær klukkur gamlar, frekar smáar og búnað á altari. Hinn forni kaleikur kirkjunnar, Fitjakaleikur, er hin mesta gersemi og er nú geymdur á Þjóðminjasafni.

Heimild: http://www.borgarfjardarprofastsdaemi.is/

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Fitjakirkja - Staðsetning á korti.

 


Fitjakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd