Flateyjarkirkja (1926)

Flateyjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Flateyjarkirkja er í Reykhólaprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.  Klaustur var reist á eyjunni árið 1172. Þá var Flatey helsta miðstöð menningar og lista á Íslandi um miðja 19. öld. Kirkjunni í Flatey er þjónað frá Reykhólum en hún var reist árið 1926.

Eldri altaristaflan í kirkjunni er eftir Anker Lund, en að öðru leyti er kirkjan skreytt með myndum eftir Baltasar.  Fyrri kirkjur voru innan kirkjugarðsins, þar sem legsteinar búa yfir ýmsu úr sögu eyjarinnar.

Altaristaflan er mynd af bryggjunni í Flatey og sýnir Krist með fiskimönnunum.  Kristur sem er íklæddur lopapeysu líkist talsvert listamanninum sjálfum og fiskimennirnir eru þeir Hafsteinn Guðmundsson bóndi í Flatey og Jóhannes Gíslason bóndi í Skáleyjum.  Á bryggjukantinn er letrað Mt. 4 18-22, en í Matteusarguðspjalli, kafla 4, versunum 18-22 segir:  “Hann gekk með Galelíuvatni og sá tvo bræður, Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés, bróður hans, vera að kasta neti í vatnið, en þeir voru fiskimenn.  Hann sagði við þá:  “Komið og fylgið mér, og ég mun láta yður menn veiða”.  Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum.  Hann gekk áfram þaðan og sá tvo aðra bræður, Jakob Sebedeusson og Jóhannes, bróður hans.  Þeir voru í bátnum, með Sebedeusi föður sínum, að búa net sín.  Jesús kallaði þá, og þeir yfirgáfu jafnskjótt bátinn og föður sinn og fylgdu honum”.
Í loftinu svífur svo örn ofar útsýnisvörðu Ólafs Teitssonar í Sviðnum.  Örninn er kallaður konungur fuglanna, en misvel þokkaður í eyjunum.  Hann þykir vágestur í varplöndum og veldur þar oft miklum skaða.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Flateyjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Flateyjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd