Flateyjarkirkja (1897)

Flateyjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Fyrrum var útkirkja frá Þönglabakka í Flatey og katólsku kirkjurnar voru helgaðar Maríu guðsmóður.

Flateyjarkirkja var lögð niður 1897 og í stað hennar var byggð ný kirkja að Brettingsstöðum í Flateyjardal og lögð undir Hálsprestakall 1907. Flateyingar þurftu þá að sækja kirkju sjóleiðis til Brettingsstaða. Er Flateyjardalur fór í eyði árið 1953 var Brettingsstaðakirkja tekin niður og byggð á ný í Flatey. Kirkjan var vígð árið 1961 og var henni þjónað frá Húsavík.

Fyrsta heimild um kirkju á Flatey er Sturlunga, en þar segir að árið 1254 hafi Þórir bukksungi, einn af Flugumýrarbrennumönnum fegnið lífgrið, af því að hann komst að kirkjuvegg í Flatey, áður en óvinir hans náðu honum.

Ýmsir telja að kirkjan hafi verið reist í Flatey skömmu eftir kristnitöku.

Theódór Friðriksson lýsir kirkjunni svo um 1890:

Flateyjarkirkja var annexia frá Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Hún var orðin gömul og var haldið við að utan með því að bika hana upp úr sterkri koltjöru...Kirkjan var fest niður á jarðföst björg á öllum hornum með þar til gerðum járnboltum. Klukkuportið var úti yfir dyrunum með tveimur þungum koparklukkum. (Theódór Friðriksson, 1977, 67-68).


 

Flateyjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Flateyjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd