Garðskirkja (1890)

Garðskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Heimildir eru fyrir því að kirkja hafi verið í Garði síðan 1318 og prestssetur frá 1370 til 1880.
Kirkjuhús það sem nú stendur í Garði er að stofni til byggt 1890 úr timbri. Stærð 10,5x6 metrar að grunnfleti og söngloft er að einum þriðja þess. Yfirsmiður Byggingarinnar var Stefán Erlendsson, bóndi í Ólafsgerði.

Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á kirkjunni á seinni árum og er þar fyrst að telja að steypt var utan um hana 1949 og steypt við hana forkirkja og turn 1950 og þetta allt múrhúðað og klætt marmaramulningi og hrafntinnu 1952. Rafmagn var leitt í kirkjuna 1967 bæði til ljósa og upphitunar. Steypt var í hana gólf 1970 og það teppalagt skömmu síðar. Þegar gamla gólfið var tekið upp fundust þar fjalir undir altari með grafskrift Vigfúsar Björnssonar, dánum 1808 og eru þær varðveittar á Þjóðminjasafninu. Þá voru settir í hana nýir gluggar með lituðu gleri og ný útihurð og fleira gert til að fegra hana og styrkja.

Altaristöfluna gerði Sveinungi Sveinbjörnsson vinnumaður í Lóni 1903 eftir frummynd sinni, sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu.

Kirkjan á ýmsa góða gripi, sem flestir hafa verið gefnir til minningar um látna ástvini og hefur söfnuðurinn með því sýnt sinn góða hug til kirkjunnar.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Garðskirkja - Staðsetning á korti.

 


Garðskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd