Garpsdalskirkja (1935)

Garpsdalskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Garpsdalur er fornt stórbýli, kirkjustaður og fyrrum prestssetur í Reykhólahreppi við norðanverðan Gilsfjörð. Samkvæmt Laxdælu var Þorvaldur, fyrsti eiginmaður Guðrúnar Ósvífursdóttur, sonur Halldórs Garpsdalsgoða sem bjó í Garpsdal.

Garpsdalskirkja er í Reykhólaprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.  Garpsdalur er bær, kirkjustaður og fyrrum prestssetur við norðanverðan Gilsfjörð.  Þar var kirkja helguð Guði, Maríu guðsmóður, Pétri postula og Þorláki helga í kaþólskum sið.

Núverandi kirkja var byggð úr járnklæddu timbri 1934-35 og í henni eru m.a. merkra gripa forn róðukross og altaristafla, sem Brynjólfur Þórðarson, listmálari, málaði.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Garpsdalskirkja - Staðsetning á korti.

 


Garpsdalskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd