Gaulverjabæjarkirkja (1909)

Gaulverjabæjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Gaulverjabæjarkirkja er í Eyrarbakkaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Kaþólskar kirkjur voru helgaðar Maríu guðsmóður og Þorláki biskupi helga. Stokkseyrarkirkja var útkirkja og Villingaholtskirkja frá 1856.

Hönnuður kirkjunnar var Sigurður Magnússon forsmiður

Prestakallið var lagt niður 1907 og lagt til Stokkseyrar en Villingaholtssókn til Hraungerðis.

Gaulverjabæjarkirkja er timburhús, 10,80 m að lengd og 7,68 m á breidd, með kór undir minna formi, 3,60 m að lengd og 3,90 m á breidd. Þakið er krossreist, klætt bárujárni og undir þakbrúnum eru laufskornar vindskeiðar. Upp af vesturstafni er ferstrendur burstsettur turn. Á honum er ferstrend spíra klædd sléttu járni, og undir turninum er stallur. Á framhlið turns er hljómop með hlera og þverglugga með bogarimum yfir. Kirkjan er klædd bárujárni og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar, einn á hvorri hlið kórs, allir með bjór yfir, og þrír á vesturstafni yfir kirkjudyrum. Í þeim er T-laga póstur og þriggja rúðu rammi hvorum megin miðpósts en þverrammi með bogarimum yfir þverpósti. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og yfir þeim þvergluggi og bjór.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Gaulverjabæjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Gaulverjabæjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd