Glæsibæjarkirkja (1866)

Glæsibæjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Glæsibæjarkirkja er í Möðruvallaprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar heilögum Nikulási. Útkirkjur voru í Lögmannshlíð og á Svalbarði. Prestakallið var lagt niður 1880 og öll Glæsibæjarsókn og ytri hluti Lögmannshlíðarsóknar voru lagðar til Möðruvalla, en fremri hluti Lögmannshlíðarsóknar til Akureyrar og Svalbarðssókn til Laufáss.

Timburkirkjan í Glæsibæ var byggð 1866. Þorsteinn Daníelsson byggði hana. Endurbygging að hluta fór fram 1929, þegar turninn var reistur. Kirkjan var upphafleg íbúðarhús á Ósi í Hörgárdal, byggt 1858. Silfurkaleikurinn ber ártalið 1612 (eða 1672) og Arngrímur Gíslason, málari, málaði altaristöfluna líklega nálægt 1870. Meðal góðra bóka kirkjunnar er Þorláksbiblía.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Glæsibæjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Glæsibæjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd