Grenivíkurkirkja (1887)

Grenivíkurkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Grenivíkurkirkja er í Laufásprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Grenivík er kauptún í Grýtubakkahreppi.

Kirkja var byggð að nýju árið 1887 og Höfða- og Grýtubakkasóknir sameinaðar  Hönnuður kirkjunnar var Snorri Jónsson forsmiður á Akureyri. Prestar sátu á Grenivík á árunum 1890-1927 en síðan hefur sókninni verið þjónað frá Laufási.  Forkirkjuturn var reistur 1912 og kór 1994.

Grenivíkurkirkja er timburhús, 10,15 m að lengd og 6,43 m á breidd, með kór undir minna formi, 2,53 m að lengd og 4,59 m á breidd, og ferstrendan turn við vesturstafn, 2,58 m að lengd og 2,64 m á breidd. Krossreist þök eru á kirkju og kór klædd bárujárni. Turninn er burstsettur og á honum hátt píramítaþak klætt sléttu járni. Kirkjan er klædd vatnsklæðningu og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og einn á hvorri hlið kórs. Í gluggum er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar og vatnsbretti yfir stutt kröppum. Á framstafni kirkju hvorum megin turns er lítill tveggja rúðu gluggi með bogaramma yfir. Bogadreginn gluggi er á þremur hliðum turns. Í þeim er T-laga póstur og tveir þriggja rúðu rammar neðan þverpósts en bogarammi að ofan. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar og glerjaðar vængjahurðir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Grenivíkurkirkja - Staðsetning á korti.

 


Grenivíkurkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd