Hagakirkja í Holtum (1891)

Hagakirkja í Holtum

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hagakirkja er í Fellsmúlaprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Í katólskum sið voru kirkjunar í Haga í Holtum helgaðar Pétri postula.

Núverandi kirkja var byggð árið 1891 og vígð sama ár og árið 1957 var hún lagfærð verulega. Í henni er skírnarsár eftir Ríkharð Jónsson, minningargjöf um séra Ófeig Vigfússon í Fellsmúla á aldarafmæli hans 3. júlí 1965. Hann sat áður í Guttormshaga en þjónaði síðan Hagasókn vel og lengi frá Fellsmúla.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hagakirkja í Holtum - Staðsetning á korti.

 


Hagakirkja í Holtum - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd