Hagakirkja (1899)

Hagakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hagakirkja er í Tálknafjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.  Í Haga á Barðaströnd var kirkja helguð heilögum Nikulási í kaþólskum sið.  Núverandi kirkja var byggð 1897-1899 og vígð 12. nóvember 1899.  Yfirsmiður var Magnús Magnússon frá Flatey.

Eigendur kirkjunnar voru Björn Sigurðsson, kaupmaður í Flatey, og fleiri.  Þeir höfðu látið smíða kirkju í Haga 1892 en hún fauk snemma vetrar 1897 og önnur var reist strax í staðinn.  Hagakirkja var bændakirkja til 1952, þegar söfnuðurinn tók við henni af eigendunum, Hákoni J. Kristóferssyni og Nielsi P. Sigurðssyni í Reykjavík.

Kirkjan er byggð úr timbri og allvel búin gripum, m.a. kaleik úr gulli og silfri, gömlu skírnarfati úr eiri með upphleyptum myndum, fjórum altarisstjökum úr kopar, róðukrossi á altari og altarisklæðum með ártalinu 1649.  Predikunarstóllinn með myndum af guðspjallamönnunum er frá 1745.  Anker Lund málaði myndina af kvöldmáltíðinni í Emmaus á altaristöflunni árið 1900.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hagakirkja - Staðsetning á korti.

 


Hagakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd