Hallgrímskirkja í Saurbæ (1957)

Hallgrímskirkja í Saurbæ

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hallgrímskirkja í Saurbæ í Hvalfirði eða Saurbæjarkirkja er helguð minningu Hallgríms Péturssonar en hann var sóknarprestur í Saurbæjarprestakalli á árunum 1651 til 1669.

Guðjón Samúelsson teiknaði fyrstu gerð að kirkjunni og voru undirstöður steyptar eftir hans teikningu. Árið 1953 teiknuðu Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson nýja kirkju. Kirkjan er steinsteypt og klædd múrsteini að innan. Þakið er koparklætt. Turninn er 20 metra hár. Gerður Helgadóttir gerði glerlistaverk kirkjunnar en verk hennar eru sótt í Passíusálmana. Altaristöfluna gerði finnskur  listamaður Lennart Segerstråle og er þar um að ræða fresku sem sýnir Jesú sem ljós heimsins (Jh. 8. 12). Á altari er róðukross sem talinn er frá því um 1500. Róðukrossinn var í kirkju Hallgríms á 17. öld.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Hallgrímskirkja í Saurbæ - Staðsetning á korti.

 


Hallgrímskirkja í Saurbæ - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd