Hallgrímskirkja í Vindáshlíð (1878)

Hallgrímskirkja í Vindáshlíð

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hallgrímskirkja í Vindáshlíð var reist úr timbri árið 1878 á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Höfundur hennar var Eyjólfur Þorvarðsson, forsmiður að Bakka.

Kirkjan var flutt frá Saurbæ í Vindáshlíð í Kjós um haustið 1957.  Kirkja þessi hafði verið guðshús Saurbæjarsóknar á Hvalfjarðarströnd frá árinu 1878, en er ný kirkja hafði verið byggð og vígð í Saurbæ sumarið 1957, var ástæða til þess að gamla kirkjan yrði fjarlægð. Reistur var kór og innri gerð hennar var breytt verulega.  Þessar breytingar annaðist Aðalsteinn Thorarensen, húsgagnasmiður.

Hún var endurvígð 16. ágúst 1959. Hallgrímsnafnið hefur hún borið æ síðan. Kirkjan er einkaeign Vindáshlíðar, einnar starfstöðvar KFUM og KFUK á Íslandi.

Lesa má um sögu kirkjunar og flutning hennar frá Saurbæ á heimasíðu KFUM.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hallgrímskirkja í Vindáshlíð - Staðsetning á korti.

 


Hallgrímskirkja í Vindáshlíð - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd