Hálskirkja (1860)

Hálskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hálskirkja er á prestssetrinu Hálsi í Fnjóskadal. Hún er í Ljósavatnsprestakalli og Þingeyjarprófastsdæmi. Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar Pétri postula og útkirkjur eru á Draflastöðum og á Illugastöðum. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð1859-63. Hún var ófullgerð árið 1860, þegar hún var vígð. Tryggvi Gunnarsson var yfirsmiður. Kirkjan er úr timbri með plægðri súð og sönglofti. Hún var bændakirkja þar til söfnuðurinn tók við henni 1910.

Árin 1923 og 1959-60 var gert við kirkjuna og á áttunda áratugi 20. aldar var settur ljóskross á stafn hennar. Prédikunarstóllinn er frá 1726 og altaristaflan frá 1860. Í klukknaporti eru tvær klukkur.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hálskirkja - Staðsetning á korti.

 


Hálskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd