Helgafellskirkja (1903)

Helgafellskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Að Helgafelli hefur verið kirkja frá árinu 1000 þegar kristni var lögtekin á Alþingi og er Helgafell með elstu kirkjustöðum á landinu. Snorri goði lét reisa fyrsta guðshúsið á Helgafelli og síðan þá hafa staðið þar margar kirkjur á 1000 ára tímabili. Á Helgafelli er Guðrún Ósvífursdóttir jörðuð, en hún bjó þar eftir að þau Snorri goði skiptu á bústöðum.

Núverandi kirkja var byggð 1903 og var vígð 1. janúar 1904. Hún var byggð á sama grunni og sú eldri stóð á. Smiður var Sveinn Jónsson, snikkari í Stykkishólmi. Kirkjan er úr timbri, járnvarin og tekur um 80 manns í sæti. Kostnaður við bygginguna fyrir 100 árum var 4.420 kr. og 12 aurar

Helgafellskirkja á ýmsa góða gripi, meðal annars ljósakrónu frá 1756, kertastjaka frá 1699 og litla kirkjuklukku frá 1545 eða þegar Jón Arason var enn biskup í katólskum sið.

Hermann Pálsson skrifaði sögu Helgafells, Helgafell, saga höfuðbóls og klausturs.

Helgafellskirkja er í Stykkishólmsprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Helgafellskirkja - Staðsetning á korti.

 


Helgafellskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd