Hellnakirkja (1945)

Hellnakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hellnakirkja er í Staðarprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi. Á Hellnum var sett kirkja 1880, þegar Einarslóns- og Laugarbrekkusóknir höfðu verið sameinaðar. Nú er þar útkirkja frá Staðarstað, allar götur síðan 1917.

Kirkjan, sem nú stendur, var vígð 12. ágúst 1945. Hún er steinsteypt og var í byggingu á árunum 1943-1945. Altaristaflan sýnir Jesús og lærisveinana í Emmaus. Umgerð hennar er eftir Jóhannes Helgason (1887-1920), myndskera í Gíslabæ á Hellnum. Hann var mikið listamannsefni og allt stefndi að því, að Alþingi styrkti hann til náms erlendis. Úr því varð þó ekki, því hann dó sviplega, varð úti á leið til Hellissands. Tveir forláta koparhringir eru á kirkjuhurð og sáluhliði, gjafir frá séra Ásgrími Vigfússyni og Sigríði Ásgeirsdóttur, konu hans.

Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel.


 

Hellnakirkja - Staðsetning á korti.

 


Hellnakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd