Hjallakirkja í Ölfusi (1928)

Hjallakirkja í Ölfusi

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Að Hjalla í Ölfusi er Ólafskirkja, kennd við Ólaf helga Noregskonung. Kaþólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi. Núverandi kirkja er byggð og vígð1928 um haustið.
Arkitekt var Þorleifur Eyjólfsson frá Grímslæk. Yfirsmiður Kristinn Vigfússon, Eyrarbakka, síðar á Selfossi.

Núverandi kirkja á Hjalla var byggð árið 1928 og vígð 5. nóvember þá um haustið. Kirkjan er úr steinsteypu og fyrsta steinkirkjan sem reist var austanfjalls. Kirkjan á marga gamla gripi, m.a. rósamálaðan predikunarstól með nafni gefandans, Páls Jónssonar klausturhaldara, og ártalinu 1797. Altaristaflan er lítið málverk frá síðustu öld er sýnir upprisu Krists.

Sterk rök eru til þess að kirkja hafi verið á Hjalla frá fyrstu dögum kristni hér á landi. Er hennar fyrst getið í Flóamannasögu sem þeirrar kirkju sem Skafti (Þóroddsson) lét gera fyrir utan lækinn.

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Hjallakirkja í Ölfusi - Staðsetning á korti.

 


Hjallakirkja í Ölfusi - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd