Hjarðarholtskirkja í Laxárdal (1904)

Hjarðarholtskirkja í Laxárdal

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hjarðarholtskirkja er í Hjarðarholtsprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi. Hún var reist 1904 og vígð sama ár. Hún er krosskirkja úr timbri með allháum ferstrendum turni, járnvarin. Rögnvaldur Ólafsson var húsameistari og kirkjan mun hafa verið prófverkefni hans. Hún er minnst þriggja krosskirknanna, sem hann teiknaði með gríska krossinn að fyrirmynd.

Kirkjunni hefur verið breytt nokkuð frá upprunalegri gerð, einkum að innan. Skírnarsárinn, gerður af Guðmundi Kristjánssyni, bónda og myndskera á Hörðubóli, er meðal margra góðra gripa hennar. Silfurskálin í honum var gjöf til kirkjunnar 1964.

Katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar Jóhannesi skírara. Kirkjur, sem tilheyra Hjarðarholtsprestakalli eru Hjarðarholt, Kvennabrekka, Stóra-Vatnshorn og Snóksdalur.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hjarðarholtskirkja í Laxárdal - Staðsetning á korti.

 


Hjarðarholtskirkja í Laxárdal - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd