Hjarðarholtskirkja (1897)

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
Saga kirkjunnar
Hjarðarholtskirkju er fyrst getið í rituðum heimildum í máldaga Skálholtsdómkirkju frá 1140. Í fasteign átti Hjarðarholtskirkja aðeins Lækjarkot (Lindarhvol) í Þverárhlíð.
Hjarðarholtskirkja er ein af sárafáum bændakirkjum sem eftir eru í landinu, en bændakirkjur eru þær nefndar sem ekki eru í eigu og umsjá safnaðar kirkjunnar heldur í einkaeign ( í eigu kirkjubónda) til afnota fyrir söfnuð eða aðra þá sem sækja vilja þjónustu þangað.
Hjarðarholtskirkja er útkirkja frá Stafholti. Hún var reist á árunum 1896-1897, timburkirkja en klædd járni. Hún er forkirkjulaus en hefur turn. Hún rúmar um 40 manns í sæti.
Í Hjarðarholtssókn voru áður, auk Hjarðarholts, bæirnir Bakkakot, Kaðalstaðir, Lundur, Miðgarður, Ásar, Steinar og Einifell í Stafholtstungum, Veiðilækur, Höll, Lindarhvoll, Spóamýri og Arnbjargarlækur í Þverárhlíð.
Árið 1991 var Hjarðarholtssókn lögð niður og þeir bæir í Stafholtstungum sem þangað áttu kirkjusókn lagðir undir Stafholtssókn en bæir sóknarinnar í Þverárhlíðarhreppi lagðir til Norðurtungusóknar.
Altaristafla kirkjunnar er máluð á tré, tvískipt og hægt að loka henni. Er önnur myndina af himnaför Krists en hin af síðustu kvöldmáltíðinni. Hún var gefin kirkjunni árið 1746. Þá eru í kirkjunni tvö gömul trélíkneski lítil, sennilega leifar af gamalli altarisbrík. Kirkjan á kaleik, sem að hluta virðist forn en hefur einhvern tíma laskast og verið gert við hann.
Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.
Hjarðarholtskirkja - Staðsetning á korti.
Hjarðarholtskirkja - Beinn hlekkur
Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.
Hlekkur
Hlekkur með mynd