Hlíðarendakirkja (1898)

Hlíðarendakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hlíðarendakirkja er í Breiðabólsstaðar-prestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Hún var byggð 1898 úr timbri og járnvarin og tekur 150 manns í sæti.

Kirkju á Hlíðarenda er getið í máldaga Páls biskups Jónssonar sem skráður var um 1200. Hennar er einnig getið í máldaga um 1400 og er þá talin alkirkja. Katólskar kirkjur voru helgaðar Þorláki biskupi helga. Eftir siðaskipti er kirkjan talin hálfkirkja og hennar er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1710.

Um aldamótin 1800 er hún að falli komin og 1802 er hún lögð niður og sóknin lögð til Teigskirkju. Með konungsbréfi 1886 eru sóknir sameinaðar á ný í Hlíðarendasókn og 1898 er núverandi kirkja reist á Hlíðarenda. Hún er smíðuð af Sigurði Ólafssyni smið á Eyrarbakka. Ólafur Túbals, listmálari, frá Múlakoti gerði helgimyndirnar í henni. Silfurkaleikurinn er frá miðöldum.

Sjá um Hlíðarendakirkju á vef Húsafriðunarnefndar.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hlíðarendakirkja - Staðsetning á korti.

 


Hlíðarendakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd