Hofskirkja á Höfðaströnd (1870)

Hofskirkja á Höfðaströnd

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hofskirkja er í Hólaprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar Pétri postula og tilheyrðu Hofsþingum.

Timburkirkjan, sem þar stendur nú, var byggð á árunum 1868-70. Henni hefur verið breytt nokkuð að innan. Söngloftið, sem var yfir framkirkju, var tekið niður og nú er sungið á palli vinstra megin við dyrnar.
Altaristaflan er frá 1655 og prédikunarstóllinn frá 1650. Innrammaður silfurskjöldur er til minningar um Jakob Havsteen, kaupmann á Hofsósi og konu hans.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hofskirkja á Höfðaströnd - Staðsetning á korti.

 


Hofskirkja á Höfðaströnd - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd