Hofsstaðakirkja (1900)

Hofsstaðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hofsstaðakirkja er í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi.  Þar var höfuðkirkja í Hofsstaðaþingum til 1861 og síðar útkirkja frá Viðvík, þar til Miklibær tók við 1970.

Kirkjan, sem nú stendur, var vígð um aldamótin 1900. Hún er byggð úr timbri á hlöðnum grunni. Jón Björnsson frá Ljótsstöðum var yfirsmiður og með honum Jónas Jónsson frá Syðri-Brekkum.

Altaristafklan er frá 1727 (kvöldmáltíðin). Kirkjan var upphaflega vönduð að allri gerð en fyrir nokkrum árum var hún að falli komin. Kaþólskar kirkjur á Hofsstöðum voru helgaðar Maríu guðsmóður. Þar var Maríulíkneski, sem mikil helgi hvíldi á, og fólk kom langa vegu til að heita á myndina. Þetta líkneski og krossinn í Kaldaðarnesi munu hafa verið helgustu kirkjugripir í kaþólskum sið.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hofsstaðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Hofsstaðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd