Hofteigskirkja (1883)

Hofteigskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Núverandi kirkja í Hofteigi var reist 1883 og er timburkirkja, standklædd, á steyptum grunni.  Í kirkjunni er altaristafla eftir  Anker Lund frá 1897 sem sýnir Krist lækna blinda manninn.  Miklar endurbætur voru gerðar á kirkjunni 1931 og hún  endurbyggða á árunum 1970-72.


Í Hofteigi var prestssetur að lögum fram til 1957 en síðasti presturinn, séra Þorvarður Þormar (1896-1970), flutti þaðan  1928.  Kirkjan var lengi þjónuð frá Kirkjubæ í Hróarstungu, Eiðum og loks Vallanesi uns sóknin var lögð til  Valþjófsstaðar í Fljótsdal árið 1970.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hofteigskirkja - Staðsetning á korti.

 


Hofteigskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd