Hólaneskirkja (1991)

Hólaneskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hólaneskirkja á Skagaströnd var vígð 20. október árið 1991 og tekur hún um 200 manns í sæti.  Aðalheiður Þorleifsdóttir, búsett á Akureyri, gaf kirkjunni ljósritaða útgáfu biblíu Guðbrands Þorlákssonar.  Hún er ljósrit frumútgáfunnar, sem biskup gaf Knappastaðakirkju í Fljótum skömmu eftir prentun hennar 1584 (500 eintök voru prentuð).  Guðbrandur stóð að prentun hennar á biskupsárum sínum (1571-1627).  Hann þýddi m.a. stóran hluta gamla testamentisins, en notaði þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.  Hann keypti prentsmiðju frá Breiðabólstað í Vesturhópi og flutti heim að Hólastað.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hólaneskirkja - Staðsetning á korti.

 


Hólaneskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd