Holtastaðakirkja (1893)

Holtastaðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Á Holtastöðum var kirkja helguð heilögum Nikulási í kaþólskum sið. Þar var útkirkja frá Blöndudalshólum en 1880 var sóknin lögð til Hjaltabakka og til Höskuldsstaða 1881, síðan til Bergsstaða 1907 en heyrir nú til Bólstaðarhlíðar.

Núverandi kirkja var vígð 1893. Hún er úr timbri, járnvarin, og byggð að tilhlutan kirkjueigenda, Jósafats Jónatanssonar, bónda á Holtastöðum, og Stefáns Jónssonar, bónda á Kagaðarhóli. Yfirsmiður var Þorsteinn Sigurðsson á Sauðárkróki. Altaristafla er gömul, eftirmynd af kvöldmáltíðarmynd Leonardo da Vinci. Prédikunarstóll er gerður af dönskum manni, Simon Reifeldt, árið 1792. Á honum eru málaðar myndir.

Merkilegur gripur, sem fyrrum var í Holtastaðakirkju en er nú í Þjóðminjasafni Íslands, er svokallað vatnsdýr, vatnskanna í ljónslíki sem notuð var undir skírnarvatn. Er hún frá miðöldum.

Frétt í Morgunblaðinu um 100 ára afmæli Holtastaðakirkju.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Holtastaðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Holtastaðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd