Höskuldsstaðakirkja (1963)

Höskuldsstaðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Höskuldsstaðakirkja er í Skagastrandarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Höskuldsstaðir eru bær og kirkjustaður á Skagaströnd. Þar var prestssetur til 1964, þegar það var flutt til Skagastrandar og kaþólskar kirkjur voru helgaðar Maríu guðsmóður og Pétri postula.

Kirkjan, sem nú stendur á Höskuldsstöðum, var vígð 31. mars 1963. Hún er úr steinsteypu og tekur 100 manns í sæti. Litað gler er í gluggum. Yfir sönglofti er herbergi. Trékross er efst á turninum. Skrúðhúsið er sunnan kórs. Kaleikur og patina eru frá 1804 og altaristaflan er eftir Þórarin B. Þorláksson. Klukkurnar tvær eru frá árunum 1733 og 1737.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Höskuldsstaðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Höskuldsstaðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd