Hraungerðiskirkja (1902)

Hraungerðiskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Fyrst er getið kirkju í Hraungerði í skrá Páls biskups frá um 1200 og hafa síðan fjölmargar kirkjur verið á staðnum. Núverandi Hraungerðiskirkja var vígð 4. sunnudag í aðventu, 21. desember 1902, af sr. Valdimar Briem prófasti.

Eiríkur Gíslason smiður frá Bitru í Hraungerðishreppi var ráðinn til að smíða kirkjuna, gera að henni teikningar og semja áætlun um byggingu hennar. Kirkjunni hefur verið vel við haldið og var ytra byrði hennar endurnýjað, turn endurbyggður, sökklar steyptir, gert við grind og settir nýir gluggar í hana alla svo og hlífðarhurðir á árunum 1993-97 undir yfirumsjón Hjörleifs Stefánssonar arkitekts, en verkið unnu húsasmíðameistararnir Albert Sigurjónsson á Sandbakka og Ólafur Sigurjónsson í Forsæti.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Hraungerðiskirkja - Staðsetning á korti.

 


Hraungerðiskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd