Hrepphólakirkja (1909)

Hrepphólakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hrepphólakirkja er í Hrunaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1909 úr járnvörðu timbri.  Kaþólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi.

Hönnuður kirkjunnar var Rögnvaldur Ólafsson arkitekt.

Hinn 29. desember 1908 geisaði gífurlegt fárviðri í Árnesþingi og þá fauk hluti kirkjunnar.  Hún var síðan reist aftur úr efninu sem fauk.  Við endurbygginguna 1909 var kirkjuskipið stytt um eina alin og gluggum fækkað um einn á hvorri hlið og kórinn styttur um ¾ alin, turni og umbúnaði glugga var breytt og dregið úr skrauti innandyra. Yfirsmiður endurbyggingar var Samúel Jónsson forsmiður.

Hrepphólakirkja er timburhús, 8,24 m að lengd og 6,34 m á breidd, með kór undir minna formi, 2,81 m að lengd og 3,78 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er áttstrendur burstsettur turn á breiðum stalli. Hljómop með hlera er á framhlið turns. Laufskornar vindskeiðar eru undir þakbrúnum. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og einn á hvorri hlið kórs, allir með tveimur bogarömmum. Á framstafni eru þrír gluggar, miðglugginn samskonar og aðrir gluggar kirkjunnar en hinir tveir minni hálfgluggar. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir og yfir þeim bogadreginn skorinn tréskjöldur.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd: Rüdiger Seidenfaden


 

Hrepphólakirkja - Staðsetning á korti.

 


Hrepphólakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd